"Óperan í Riga en enn leyndarmál!"

Óperan í Riga byrjaði 1782 (hvað var landinn að gera þá?).  Wagner var "Kapellmeister" 1837 til 1839 og byrjaði á "Hollendingnum fljúgandi" hér.  1863 var "hvíta húsið" klárt sem nú hýsir LNO (Latvian National Opera) og ballettinn.  Húsið er gersemi og innanhús jafnast það á við Bolsoj og önnur svipuð hús.  Eftir endurheimt sjálfstæði 1991 var það sett í forgang að gera þetta hús upp.  Er nú eitt af betri húsum álfunar.

Var að bóka miða fyrir veturinn en í ár er hægt að sjá operurnar:  Tosca, Töfraflautuna, La Traviata, The Queen of Spades, Carmen, Aida, Madame Butterfly svo eitthvað sé tínt til.

Ef ballett er málið þá er hægt að sjá:  Don Quixote, Swan Lake, Romeó og Júlíu, Önnu Karenu, Juliet Le Corsaire, Nnetubrjótinn.  Þessi dansflokkur er ansi góður ef ég ber þá saman við rússneksu flokkana sem ég sá oft þegar ég bjó eystra.

Svo nú er bara að drífa sig í heimsókn og mæta í Óperuna!

PS:  Hér er svo allt morandi í veitingastöðum og öldurhúsum o.s.frv.

 


Steve Hackett, Djabe, Gulli Briem og Saulkrasti Jazz Festival

Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að fara á hljómleika, alls konar hljómleika.  Er í skýjunum núna eftir að hafa farið á Saulkrasti ("sólarströnd") Jazz Festival í gærkveldi.  Aðalnúmmerið var ungversk jazzhljómsveit Djabe (hún er frábær og í línu við Mezzoforte) en gestur þeirra þessi dægrin er fyrrverandi gítarleikari Genesis, Steve Hackett.  Frábær upplifun.  Nú á ég bara Peter Gabriel eftir til að hafa séð alla Genesis spilarana!  Og ekki átti ég von á að sjá Gunnlaug Briem þarna líka lemja húðir í góðu föruneyti.  Mæli með að djazzgeggjarar komi til Lettlands á þessa hátið að ári!  Næst á dagskrá er Sigur Rós í ágúst!  Sleppti Björk enda hef ég aldrei "fílað" hana.  Þeir sem það gera finnst hún góð!  Hér er annars afar heitt og í kvöld fer nautasteik á grillið (kostar brot af því sem hún kostar á Fróni).  Svo er líka frábær ópera hér til að drepa tíman á veturna!  Wagner var einu sinni þar í vinnu!

Metallica, á ferð um Pólland

Metallica hélt afar skemmtilega tónleika hjér í Ríga í gærkveldi.  Mikið stuð.  Var reyndar með "suð í eyrum" eftir þetta, en kannski ekki endalaust.  Næst er Sigur Rós í ágúst!

Kom í gær eftir langan bíltúr frá Berlín um Varsjá til Ríga.  Pólland er miklu stærra en á landakortinu en þar er ekki mikið um hraðbrautir en mjög mikið af vöruflutningabílum, svo tugum skiptir fyrir framan og aftan og á móti.

Heimsótti Todmoos í Svartaskógi en þar hef ég ekki drepið niður fæti í mörg ár en var þar í 2 vikur með MRingum árið 1981.  Indælis staður og mjög rólegur núna.  Dvöldumst í Titisee sem er afar skemmtilegur staður.  Mér finnst alltaf gaman að koma til Þýzkalands, allt í röð og reglu o.s.frv.  Annað en uppákomur hér í Lettlandi.  En líklega er hófleg blanda af báðu góð!

Sá að samstúdent hefði látist.  Sýnir að tímin líður (gasalega fljótt).


13000 dansarar dansa þjóðdansa!

Í Ríga sendur yfir dans- og söngvahátíð sem er haldin 4. hvert ár.  Þá er mikið um dýrðir en það eru tveir hápunktar í þessu.  Tónleikar með 3.500 manna kór sem tugir þúsunda hlusta á sem og þjóðdansakvöld á íþróttaleikvangi hvar 13 þúsund taka sporið.

Íslendingar eiga sögur á bók, kínverskir marga merkilega keisara en Letter hafa sungið og dansað í hundruði ára til að halda í sér lífinu.  Þeiru voru píndir og þjakaðir af stórveldum hvers tíma og fengu ekki að ráða eigin ferð fyrr en eftir 1900. En þeir dönsuðu og sungu sig í gegnum alla þessa erfiðleika. 

Hvert þorp, sveit, hreppur, svæði á sinn "þjóðbúning", allt mismunandi eftir hvort um var að ræða staðsetningu nærri sjó, borg eða hrein og ómenguð sveit.  Um er að ræða vel yfir 100 mjög mismuandi búninga.

Sem sagt þarna hafði hver sveit sinn dansflokk en yfir þúsund dansarar voru að dansa i einu og samræmingin var ótrúleg, litadýrðin frábær og allt þetta undir lettneskum þjóðlögum.

Reyndar er eitt lettneskt þjóðlag mjög þekkt jólalag á Íslandi.  Man að fjölskyldan hjá mér rak upp stór augu þegar hún heyrði þetta sín 1 jól á Fróni. 

Þetta meir að segja dugði fólki sem sent var til Síberíu á tímum ráðstjórnarinnar.

Núna er þetta skemmtihátíð og flott "show".

Svona hlutir eru partur af því að vera sjálfstæð þjóð og þetta varðveitist meðal almennings en er ekki geymt á safni! Flott kvöld en á eftir förum við til Pólands!


"Báknið burt!" Man einhver eftir þessu?

Ríkisvaldið á að vera eins lítið og hægt er.

Líklegast er ég hægrisinnaður á Norðurlöndum en væri kallaður skammaryrðinu "liberal" í Bandaríkjunum. Íhaldsmaður með félagslegu ívafi.

Mér finnst frelsi einstaklingsins mikilvægast og ríkið á ekkert með að vera með puttana í þessu.

Mér finnst þess vegna ótrúlegt hvað "íhaldsmenn" eru hrifnir af því að fórna mannréttindum og leika "Stóra Bróðir."  Myndi skilja betur ef þetta væru "hinir".

Þess vegar er ég andvíkur því að ríkið fái auknar heimildir til að fylgjast með mér.  Það á frekar, m.t.t. hleranna og áhuga á að fylgjast meira með fólki, að þrenga þessar heimilir.  Frelsi er ekki ókeypis, það er dýrmætt og allt til að vinna að verja það!

Hvað eru þessir ágætu menn sem sögðu:  "Báknið burt" að sýsla núna.  Eru þeir kannski að stækka "Báknið?"


"Return" to Return to Forever

Skrapp til Vilnius, höfuðborgar Litháen í gær til að sjá uppáhalds jassrokk hljómsveitina mína frá því á áttunda áratug síðustu aldar en þeir Chick Corea, Stanley Clarck, Al di Meola og Lenny White ákváðu að taka snúning og hittast aftur og spila fyrir fólk.  Æðislegt!

Fyrir fólk sem hefur áhuga á svona tónlist var þetta svipað og ef Bítlarnir myndu taka saman aftur (ef það væri nú hægt hérna megin!).

Þetta voru frábærir tónleikar og svakalegur kraftur í þeim.  Geta þeirra er allgjör snilld enda allir þekktir sólóistar.  Ég vissi ekki að það væri hægt að spila svona!

Hvet alla jazzaðdáendur að reyna að sjá þá.  Svona gerist ekki oft á æfinni.

Lenny sagði reyndar að allt væri fullt af "boys bands" í USA end þeir væru "Mens band".

Heimsækið www.return2forever.com 


"Velferðarsvið taldi það einnig skipta máli að með því að velja aðila sem ekki rekur meðferðarstofnun megi ætla að auðveldara verði að nýta meðferðarúrræði þeirra aðila sem það gera..."

Oft sér maður hluti öðruvísi þegar fylgst er með úr fjarlægð.  Pukur borgarstgjórnarfulltrúa meirihlutans í sambandi við meðferðarúrræði fíkla er hreinlega til skammar!  Það er með ólíkindum að fólk sem telur sig til hægri í stjórnmálum skuli haga sér svona.  Ég væri ekki hissa ef þetta væri á hinum enda stjórnmálanna.  Þá er aumkunarvert að segja gagnrýni koma frá "vinstri".  Ég hef talið mig hægri sinnanaðan síðan 1968!  "Svona gerir maður ekki." var einu sinni sagt af ágætum stjórnmálaleiðtoga.  Það á vel við í þessu tilfelli!

Áttræð, Kylie Minoge, dóttir í umsjá þjóðverja

Mutter er orðinn áttræð.  Henni var haldinn vegleg veisla í Hafnarfirði og upplifði einn besta dag æfi sinnar. Mamma hefur aldrei átt bíl og þeytist um alla borg í strætó og á tveimur jafnfljótum.  Svo stundar hún leikfimi með Rás 1.  Þess vegna þarf hún ekki í ræktina.

Þar sem ég bý erlendis þá tölum við saman á hverjum degi og er sambandið með miklum ágætum.  Mér finnst hins vegar skondið að hún sé 80 og ég að nálgast 50 árin. 

Fór á frábæra hljómleika með Kylie en "Showið" var geggjað.  Það besta sem ég hef séð í poppinu.  Keyrsla frá 8 til 11 og ekkert upphitunarband (það er mjög erfitt hlutskipti að vera upphitunarband því allir bíða eftir aðalnúmmerinu og nenna illa að hlusta).  Þetta sumar er algjör tónlistar veisla.  Svona 20 mjög heimsþekkt númmer.  Næst á skránni er Return to Forever í Vilnius!

Táningurinn í fjölskyldunni er búinn að vera í næstum 6 mánuði hjá þýzkri fjölskyldu í Herbern við Ascheberg, nærri Munster.  Þýzkan er orðin mjög góð hjá henni, hraðmælt eins og venjulega.  En það sem mér finnst best er að þessi þýska fjölskylda er blíð og góð.  Hún hefur fengið mjög  uppbyggilegt uppeldi hjá þeim, fullt af kærleika.  Svona passar ekki við staðalímyndina og sýnir hvað þær eru oftast kolvitlausar.  Byggðar á kreddum og fordómum.

Þess vegar verður sumarfríið í Þýzkalandi og aðalega í Svartaskógi en ég var þar á ferðalagi menntskælingja 81, ók framhjá 93 en nú á að stoppa við Titisee og þykjast vera krossfiskur í fjörunni við vatnið. 


"Ekki gera ekki neitt."

Er þetta ekki vandamálið í íslenskri efnahagsstjórn?  Í mörgum löndum koma landsfeður eða -mæður fram og útskýra efnahagsaðgerðir eða aðgerðarleysi.  Þetta er gert til að skapa traust og róa markaði.  Einnig til að stappa stáli í landsmenn.  Hér hafa svona viðburðir átt sér stað í öllum löndunum þremur.  Kannski er þetta óþarfi á Íslandi?  Ísland er jú mjög sérstakt land, ólíkt flestum öðrum og býr við öðruvísi aðstæður.  Útlendingar hafa yfirleitt líka rangt fyrir sér eða misskilja stöðuna þegar þeir rýna í íslensk mál!  Hins vegar finnst mér að bankarnir eigi að taka ábyrgð á sínum verkum þannig að ef ríkið þarf að koma til hjálpar þá hljóti bankarnir að "koma til baka".  Svipað eins og þegar banki tekur fyrirtæki í gjörgæslu.

Hér í Lettlandi æðir verðbólgan áfram og hækkar hvern mánuð.  Þetta hlýtur að senda með skell! 


Ferðast um Eistland

Vinnu minnar vegna var ég á ferðalagi um Eistland í síðustu viku.  Hafði ekið ótal sinnum milli Riga og Tallinn, punktur og basta.  Í þetta skiptið þá var ekið frá Riga til Viljandi sem er um það bil í miðju Eistlandi.  Á leiðinni þangað sá ég í fyrsta skipti villt dádýr.  Það var fögur sjón og tilkomumikil.  Allt annað að sjá dýrin í eðlilegu umhverfi en í dýragarði.  Það skortir reisn í dýrin í dýragarðinum.  En Eistland er eins og Lettland, perla sem ferðamenn hafa ekki komið auga á.  Ók síðan til Parnu, Tallinn og Rakvere.

Eistar eru mjög ólíkir Lettum.  Þeir eru líkari Finnum og samfélagið, viðhorf og hegðun mun nærri Norðurlandabúum en hjá nágrönnunum.  Þá er miklu þægilegra að eiga viðskipti við þetta fólk.

Miðborg Tallinn skiptist í tvo hluta, gamla bæinn frá miðöldum og nýja hlutan sem samanstendur af háhýsum úr gleri og járni.  Hvoru tveggja er mjög sjarmerandi enda stíll og yfirbrað með ágætum.

Reyndar er nafnið á höfuðborginni komið frá þeim tíma þegar danskir réðu ríkjum og ku merkja "danski bærinn."  Ekki má gleyma því að "danski fáninn" kom til jarðar "frá almættinu" á þessu svæði.  Tallinn var líka verslunarbær í Hansasamveldinu.

Ég mæli með að landinn ferðist til Eistlands! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband