Færsluflokkur: Bloggar

"Ég er að leita að ástæðu til að kjósa flokkinn minn (XD).

Flokkurinn minn fyrrverandi "Sjálfstæðisflokkurinn" sem hefur átt mitt atkvæði frá þvi ég fæddist er alls ekki að átta sig á stöðunni.  Ég hef verið að reyna að finna ástæðu til að breyta skoðun minni um að kjósa hann ekki.  Mér gengur hins vegar afar illa að breyta um skoðun.

Vörslumenn flokksins þurfa að viðurkenna og horfast í augu við staðreynir, hreinsa út og breyta um vinnubrögð.  Allt þarf þetta að gerast fyrir opnum tjöldum.  Gamla sukkið gengur ekki lengur.

En það er ekki að gerast og á meðan blæðir Sjálfstæðisflokknum og ég held áfram að leita að ástæðu til að kjósa flokkinn minn!!!!!!!!!!

 


Evra, Lettland og fjármálaráðherra

Steingrímur fjármálaráðherra er gott nokk á móti EU og Evru.  Hann hefur hins vegar farið frjálslega með ástand mála hér í Lettlandi til að hræða landan.

Næstum öll útlán hér eru í Evru.  Það er vegna lægri vaxta og að fólk almennt reiknaði með að Lettland yrði að Evrulandi fyrr.

Það er hins vegar ekki gott að vera með tekjur og skuldir í sitt hvorum gjaldmiðlinum eins og nú er.

Lettar hafa "eytt" milljörðum Evra í að verja Lettan (gjaldmiðilinn) gagnvart Evru.

Ef Evra væri notuð hér þá hefði ekki þurft að sóa þessum peningum og eyða áfram tíma og fjármunum í að verja fastgengisstefnu Lettlands.

Þess vegna er rökrétt og skynsamlegt að sjá minnisblað frá IMF um að þessi lönd skuli taka einhliða upp Evru.

Þá er hægt að nota kraftana í að leysa atvinnumál og koma landinu á réttan kjöl.

Sem betur fer er Lettland í EU því annars væri staðan mun verri!!!!!!!!!!!


Hér er fólki nóg boðið!

Konan mín vinnur hjá ríkinu.  Laun hennar hafa lækkað um 42% ekki 15%.  Hér eins og í sumum eyríkum virðast flestir stjórnmálamenn lifa í fílabeinsturni.  Sumir á toppnum, aðrir neðar.  Vandræðin eru hins vegar rétt að byrja og ég tel að landsfeðurnir "þori" ekki að leggja spilin á borðið af ótta við róstur.  Hér þarf uppstokkun eins og víða annars staðar.  Spilling er landlæg og minnar ekki við það sem er að gerast núna.  Því miður vantar "leiðtogan" sem afgreiðir þessi mál vel og er heiðarlegur gagnvart landslýð. Er þetta ekki prósentulega svipað og á Íslandi á laugardögum?  Vona að þetta fari vel og fólk komist á sporið aftur.  En þegar ekki er lengur til matur á borðið og þak yfir höfuðið, onginn vinnan þá er fólk til í allt og afar reitt!  Hér eru stjórnmálamenn að verða mjög óttaslegnir um eign hag enda vita þeir upp á sig skömmina.  Hér er samt gott að vera og landið og þjóð frábært.
mbl.is Óeirðir vegna kreppu í Riga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lettland og Ísland "samferða?"

The Ecomomist spáði því fyrr í ár að þessi lönd yrðu um margt samferða.  Ýmislegt bendir til þess.  Framkvæmdavalið í báðum löndunum er ekki skjannahvítt.  Þeir sem stjórna skútunni skortir sýn, eru að hugsa um eigin skinn,  flokkadræddir ríkir o.s.frv.

Þó er einn stór munur.  Lettland er í EU.  Það á eftir að bjarga miklu.  Sjáiði til þá geta þeir sem stýra landinu, flokkunum og ríkisbákninu ekki hagað sér eins og þeim sýnist!  Þetta á eftir að skipta máli.

Í þessum þrenginum virðast íslendingar tala mikið (blogga mikið) og gera lítið.  Allavega svona séð í fjarlægð.

Í gær var Hörður Torfason á BBC World og hann var firnagóður.  Álitsgjafi sem hefur haft meiri áhrif á álit erlendra á Íslandi með þessu samtali en margan grunar.  Ísland er nú opinberlega "bananablýðveldi".  Eftir þessu samtali að dæma.

En það svíður sárast að sjá sömu menn og frömdu gjörninginn mikla vera enn í áhrifastöðum (með velvilja flokksins) og gera enn vitleysur, þ.e. hafa ekki hagsmuni umbjóðanda sinna í fyrirrúmmi heldur skara elda að kökum sinna manna.  En þetta breytist víst seint á Fróni.  Ekki fyrr en fólkið ris upp (og ég er ekki að tala um ofbeldi eða dónaskap).  Í lýðræðisríki þá höfum við atkvæðisrétt og við höfum valið þetta fólk til forystu.  Oft veljum viið oft sama fólkið af því að það er fyndið,  kann á gítar eða hefur aðra athyglisverða hæfileika.  Kannski verðum við vitur næst og veljum öðruvísi.  En við þurfum nýtt fólk, ómengað fólk.  Fólk sem er í stjórnmálum til að gera Ísland að betri stað.  Fólk með sýn, ekki bara innantóm orð og ósamkvæmt sjálfu sér.  En ef við breytum ekki þá breytist ekkert.  Ísland er hins vegar á hausnum og ég verð var við vorkunsemi en líka er bent á á landinn hafi verið mjög sjálfumglaður og fjárfestingar- og bankamenn þeir allafærustu í heimi!  

Þá bendi ég fóli á að fara á vefinn hjá IMF eða www.imf.org og lesa þar ómengaðar skýrlsur og athugasemdir um Ísland.  Gangi ykkur vel!

 

 


Nú kýs ég ekki sjálfstæðisflokkinn aftur!

Hef kosið þennan flokk frá því ég fékk rétt til að kjósa. Annar aldrei komið til greina. En nú en nóg komið. Þessi flokkur ber ábyrði, einn, á banka- og fjármálaumhverfi, hefur ráðið bæði forsætis- og fjármálaráðherra auk þess að stýra seðlabankanum.

Þessi stórmenni eru síðan afar upptekinn að benda á aðra sökudólga. Lélegt!

Það þarf ekki að hafa stór orð eða ávirðingar um þetta. Því miður sýnist mér að þessi viðskilnaður verði langur. Svona virkar lýðræðið stundum. Auðvitað er ég ósáttur en ekki er boðið upp á annað!

Sjálfstæðismaður í 40 ár!!!!!!!!!


Gordon Brown hótar að "frysta" íslenskar eigur í Bretlandi

Var rétt í þessu að horfa á PM Breta á Sky.  Sveitarfélög og opinber fyrirtæki settu tugtals milljónir punda á reikning hjá Kaupþing.  Aðalfrétt kvöldsins á Bretlandi og ég sé ekki hvort íslensk stjórnvöld hafi burði til að "borga" þetta.  Viðbrögð breskra eru mjög eðlileg.  Þeir munu fylgja þessu hart eftir.  Þetta "eyðilagði" daginn sem bretar tilkynntu ráðstafanir til bjargar breskum bönkum.  Þetta verður þungur biti.  Held að ráðmenn og bankastjórar á Íslandi átti sig ekki alveg á alvöru málsins.  Svo er Kaupþingsbankastjóri ráðinn áfram.  Bretar segja þetta verra en Þorskastríðin!

"Moscow is likely to see NATO as a paper tiger unable either to provide real support to its partners or to respond to conflict in the wider Euro-Atlantic area."

Er þetta ekki málið?

Deep Purple, Sigur Rós, handbolti og

Einn ein frábær vika! Fór á Deep Purple á mánudag en Mchine Head var fyrsta platan sem ég keypti í lífinu. Fannst umslagið smart en þekkti ekki innihaldið. Það var ótrúlega gaman og þessir kappar hafa enn gaman af þessu. Í gærkveldi var svo Sigur Rós en þeir eru afar vinsælir hjér hjá stórum hópi manna. Ekki skemmdi handboltinn fyrir en Alexander Peterson er héðan úr bænum! Á morgun verða Lettar, Færeyingar, Þjóðverjar og fleiri þjóða kvikindi hér í húsinu að fíla bolta! Ég bý í raðhúsi en allir nágrannarnir eru Finnar. Ef þeirra maður vinnur svo Formúluna þá verður allt brjálað hér á lóðinni.

Kjarnavopn í Eystrasalti

Mér hugnast illa fréttir um uppfærslu stríðstóla í Kalíningrad (Königsberg).

Það er ekki nema 2 tíma akstur þangað, í rólegheitum, frá mér.  4 tímar til Rússlands.  Nú þarf að setja "hnefan í borðið".

Það voru Rússar sem réðust inn í Grúsíu, vandlega undirbúnir.  Svo eru þeir frábærir að matreiða þetta stríð ofan í landslýð í Rússlandi.  Ég er að horfa á fréttir þar hérna í Lettlandi.

Sá sem skýrir þetta best er Richard Holbrooke. fyrrverandi sendiherra US í SÞ, núna staddur í Tiblisi.

Enginn skyldi vanmeta Rússa.  Þetta er frábær þjóð sem kann að færa fjöll.  Þeir þurfa bara "rétta" umsýslu.  Fáar þjóðir hafa verið eins vandlega píndar síðustu aldir.  Umburðarlyndi er veikleiki hjá þeim.


Stríð í Georgíu, hvernig sjáum við þetta í Lettlandi

Væntanlega fara núverandi atburðir í Georgíu ekki fram hjá mörgum.

Í Eystrasaltsríkjunum fylgjast menn með þessu stríði.

Menn gera sér grein fyrir því að NATO eða Ameríkumenn fara ekki með hernaði á móti Rússum eða þeirra fylgismönnum.  Hins vegar er vert að minnast síðasta leiðtogafundar  NATO hvar því var hafnað að skoða hvort Úkraína og Georgía fengju hugsanlega aðild.

Síðan þá hafa Rússar sótt í sig veðrið.  Rússneskar sjónvarpsstöðar hafa undirbúið jarðveginn vikum saman (hef verið að horfa á þær hér). Þetta eru mjög vel undirbúnar aðgerðir.

Vesturlandabúar virðat gleyma því að afskiptaleysi og eða veikleiki virkar oft hvetjandi á Rússa.  Nærtækt að benda á brölt Þriðja Ríkisins áður en seinni heimsstyrjöldin skall á.

Rússar eru afar hæfir í að nýta sér veikleika annara, reka fleig í samvinnu annara og ganga eins langt og þeir telja sig geta.  Næstu daga og vikur mun þetta gerast í Kákasus.  Margir munu láta lífið, meiðast og missa hús og híbýli.

Svo eru þeir fullir af minnimáttarkennd efir fall Sovét.

Fólk hér í Eystrasaltinu þekkir þetta vel, persónulega!  Þess vegar er fólk hér mjög órólegt!

Í kalda stríðinu var það ekki fyrr en Ronald Regan setti hnefan í borðið að Rússar gáfust upp á endanum.  Sá mæti maður var ekki að pakka þessu inn í sellófón (The Evil Empire).

Af efnahagslegum ástæðum hafa Þjóðverjar (og núna e.t.v. Frakkar) boðið Rússum í dans.  Vitað er að Evrópa er mjög háð orku frá Rússlandi.  Svo eru ríkir viðskiptahagsmunir þessara landa í Rússlandi.

Margir hafi gleymt aðferðafræði Rússa þegar íbúðablokkir voru sprengdar í tætlur til að afla Putin fylgis (ég bjó þá í Moskvu).  Svona aðgerðir voru raunar mikið notaðar á keisaratímanum bæði af leynilögreglu keisarans og eins stjórnleysingjum og bolsévikum.

Þetta er því ekkert nýtt.  Nauðsynlegt er að þekkja söguna og rússnesku þjóðarsálina til að átta sig á því sem er að gerast núna.

Ég hef mikla aðdáun og virðinu fyrir Rússlandi en stundum eru þeir miklir fantar við nágranna sína!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband