Lettland og Ísland "samferða?"

The Ecomomist spáði því fyrr í ár að þessi lönd yrðu um margt samferða.  Ýmislegt bendir til þess.  Framkvæmdavalið í báðum löndunum er ekki skjannahvítt.  Þeir sem stjórna skútunni skortir sýn, eru að hugsa um eigin skinn,  flokkadræddir ríkir o.s.frv.

Þó er einn stór munur.  Lettland er í EU.  Það á eftir að bjarga miklu.  Sjáiði til þá geta þeir sem stýra landinu, flokkunum og ríkisbákninu ekki hagað sér eins og þeim sýnist!  Þetta á eftir að skipta máli.

Í þessum þrenginum virðast íslendingar tala mikið (blogga mikið) og gera lítið.  Allavega svona séð í fjarlægð.

Í gær var Hörður Torfason á BBC World og hann var firnagóður.  Álitsgjafi sem hefur haft meiri áhrif á álit erlendra á Íslandi með þessu samtali en margan grunar.  Ísland er nú opinberlega "bananablýðveldi".  Eftir þessu samtali að dæma.

En það svíður sárast að sjá sömu menn og frömdu gjörninginn mikla vera enn í áhrifastöðum (með velvilja flokksins) og gera enn vitleysur, þ.e. hafa ekki hagsmuni umbjóðanda sinna í fyrirrúmmi heldur skara elda að kökum sinna manna.  En þetta breytist víst seint á Fróni.  Ekki fyrr en fólkið ris upp (og ég er ekki að tala um ofbeldi eða dónaskap).  Í lýðræðisríki þá höfum við atkvæðisrétt og við höfum valið þetta fólk til forystu.  Oft veljum viið oft sama fólkið af því að það er fyndið,  kann á gítar eða hefur aðra athyglisverða hæfileika.  Kannski verðum við vitur næst og veljum öðruvísi.  En við þurfum nýtt fólk, ómengað fólk.  Fólk sem er í stjórnmálum til að gera Ísland að betri stað.  Fólk með sýn, ekki bara innantóm orð og ósamkvæmt sjálfu sér.  En ef við breytum ekki þá breytist ekkert.  Ísland er hins vegar á hausnum og ég verð var við vorkunsemi en líka er bent á á landinn hafi verið mjög sjálfumglaður og fjárfestingar- og bankamenn þeir allafærustu í heimi!  

Þá bendi ég fóli á að fara á vefinn hjá IMF eða www.imf.org og lesa þar ómengaðar skýrlsur og athugasemdir um Ísland.  Gangi ykkur vel!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband