Eplatré

Ég hef aldrei vitað mikið um eplatré nema að á þeim vaxa epli síðsumars.  Fólk hefur svona tré í görðum sínum og síðan gengur allt af göflunum þegar eplin fara að falla til jarðar.  Um að gera að vera fljótur til að tína þau upp áður en aðrar lífverur ná að setja mark sitt á eplin.

Núna bý ég í húsi þar sem er garður með eplatrjám.  Og viti menn!  Þessi tré blómstra og eru núna í fullum skrúða sem endist nokkra daga.  Þau eru eins og risastór blómvöndur.

Fór annars á 4x4 jepparally í dag.  Þetta eru vel útbúnir jeppar með GPS og tölvur.  Áhöfnin klædd í vöðlur til að hafa vaðið fyrir neðan sig.  Kynnti Arctic Trucks fyrir þessu fólki.  Alltaf nauðsynlegt að vera í "grasrótinni".

Sumarið er komið.  24 stig og sól í dag.  Í vikunni fer þetta upp í 28+ sem sagt bongóblíða.

Þá eru vinir og vandamenn að bóka sig hér í unnvörpum þannig að það verður gaman að hitta þetta fólk.

Höfðum partý í garðinum í gær en ég set myndir á síðuna hjá mér þegar ég er búinn að læra þetta.  Lifið heil. 


Pútin, Eistland og Lettland

Ég bý í Lettlandi.  Íbúar af rússneskum uppruna búa í daglegu lífi við sama borð og aðrir.  Þeir þurfa hins vegar að tala eistnesku og lettnesku til að verða ríkisborgarar.  Pútin er að gera kröfur sem hann uppfyllir ekki í sínu heimalandi og ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur.  Munið svo að tugir þúsunda voru drepnir hér í Sovét og reynt að "þurrka út" þjóðirnar með innflutning á Rússum.  Þannig eru þetta allt afleiðingar af kerfi sem Pútín er hluti af (KGB).  Hins vegar er dapurt hvað EU var lengi að bregðast við "árásum" Rússa á Eista (sbr. The Economist).
mbl.is Pútín gagnrýnir Eystrasaltslöndin harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband