Færsluflokkur: Bloggar

Spilling í Eystrasaltsríkjunum og annars staðar

Síðan 1991 hafa átt sér stað efnahagsleg undur hér í Baltic.  The Economist kallaði þetta "The Baltic Tiger".  Frá því ég kom hér 1997 hafa ótrúlegar breytingar átt sér stað.

Það er nánast ekkert sem stöðvar þessa þróun.  Auðvitað er efnahagurinn hér upp og niður eins og alls staðar og ekkert nýtt í þvi.  Reyndar margt líkt með Lettlandi og Íslandi.

Spillingin getur hins vegar og setur strik í reikninginn.  Hún lýsir sér einkum í viðskiptum og stjórnsýslu.  Hún "drepur" þannnig að tækifæri fólks og fyrirtækja verða minni en ella og kostnaður hækkar.

Lettar eru stimplaóðir!  Reikningsskil gera ráð fyrir að allir séu að svindla og eru þ.a.l. flóknari en all sem flókið er.

Þjónusta hins opinbera ku oft vera greitt með umslögum sem innihalda glaðning.  Liðkar fyrir.

Útlendingar eru svo oft að reka sig á veggi þvi þeir kunna ekki á umslög.

Eistar hafa náð sýnu lengst í að hætta að nota svona umslög.  Lettar eiga langt í land.  Á þessu ári hefur fólk týnt lífi í "viðskiptalausnum".  Hélt reyndar að svoleiðis væri hætt!  En það er ekki.

Mér þykir vænt um þessi lönd.  Fólkið er upp til hópa vingjanlegt og gott.  Ekki erfitt að fá bros á móti ef bros er gefið!  Í svona umhverfi skiptir miklu máli að eiga góða stjórnmálaforingja.

Kannski eru umslög svona vinsæl hér því rússneskir eru enn betri í umslagafræðum og mikið af þeim hér?

En auðvitað er hægt að leysa þetta fljótt og vel með góðum lögum og reglugerðum.  En eins og staðan er í dag er ekki vilji til þess.  Almenningur er orðin móður á þessu.

Vinur minn benti mér á það að þetta þurfi allt að þróast og það taki tíma.  Alveg eins og í Bandaríkjunum ef skoðuð er saga síðustu áratuga.

En stundum er þetta afskaplega pirrandi! 


Toyota jeppaferð um skóglendi Lettlands

Toyota Land Crusier klúbburinn var með árlega vetrarferð um síðustu helgi.  Það var afar skemmtilegt. Lögðum af stað frá Riga um sólarupprás áleiðis til námu nálægt Sigulda (Þingvellir Letta).  Fyrsta þrautin var að keyra jeppan á tímatöku í torfærum í námunni.  Síðan prufukeyrsla á nýja V8 jeppanum.  Afar penur bíll.

Þessu næst var ekið sem leið lá til Rakari sem er um 2 tíma akstur en á leiðinni þurfum við að aka framhjá ákveðnum punktum og merkja við kennileiti á þar til gerðum pappír.  Þetta tók töluvert í því ekki mátti slóra.

Náttúran hér er mjög falleg.  Bæði sumar og vetur.  Því er afar þiggjandi að aka um lendur Lettlands. 

Klukkan rúmlega 12 var komið í bækisstöð í Rakari.  60 Toyota jeppar tóku þátt í þessu.

Eftir snæðing tóku við 3 sérleiðir um sveitavegi og ófærur í skóglendi.  Sú nýjung var í þessari keppni að allir bílar höfðu "svartan kassa" þannig ekki var um glæfraakstur að ræða eins og áður.

Þetta var allt voðalega spennandi.

Sveitamenn eru ekki hrifnir af þessu.  Eru í rólegheitum allt árið en einn dag verður allt vitlaust og Toyota Jeppar að keyra fram to til baka um héruð og sveitir.

Það var ekki auðvelt að keyra inn í skóginum (ruðningar skóarhöggsmanna) því allt var frostið og hart.  Því þurfti að passa sig til að skaða ekki bílinn.  Svo var þarna hrörleg brú, reist úr timburbútum, sem var við að detta í sundur.  Talsverð spenna þegar við keyrðum yfir hana.

"En allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó."  Við komum í bækistöð eftir myrkur.  Vorum í miðjunni í þessari keppni.  Aðallega að vera með og kynna bílinn.  Í þetta skipti voru 2 Arctic Trucks bílar með.

Kvöldið fór svo í mat, skemmtidagskrá og þar sem þetta voru Rússar, upp til hópa, var tekið vel á því.

Við félagarnir fórum sælir heim og komum í hús um miðnætti. 

Það væri gaman að sjá íslendinga taka þátt í þessu í framtíðinni en þetta eru 3 til 4 ferðir á ári.  Allt öðruvísi en ferðir á Íslandi enda skóglendi mikið. 

 


Andrés Önd í Færeyjum

Andrés nokkur í Færeyjum fékk bréf í póstinum frá yfirvöldum, nánar tiltekið nafnanefnd.  Manninum krossbrá enda hafði hann ekki átt í neinum samskiptum við téð yfirvald.

Á síðustu árum hafa margir Færeyingar breytt nöfnum sínum úr því að vera dönsk að uppruna og tekið sér færeysk nöfn.  Margt hljómar kyndugt í okkar eyrum eins og Rúna á Lofti, Hans í Brekkunni o.s.frv.

Þá bera þess að geta að "Andres And" fékk færeyska nafnið Dúnnlandur en "dúnna" er önd á færeysku.

Þegar maðurinn opnaði bréfið var honum tjáð að það hefði verið samþykkt að breyta nafni hans í Dúnnaldur, þ.e. Andrés Önd!!!!!!!!!

Þegar málið var rannsakað kom í ljós að vinir hans höfðu verið að hrekkja hann.  Þetta gekk svo til baka en auðvitað kalla allir þennan mann Andrés Önd í dag!!!! 


Moldvörpur varpa mold, efnahagur Lettlands og Íslands

Meðan válynd veður geysa á Íslandi (og hjá vinum mínum í Færeyjum) þá er hér blíða, dag eftir dag.  Í garðinum heima hjá mér eru moldvörpurnar farnar á stjá.  Moldarhaugar bætast við daglega.  Reyndar lenda blessuð skinnin í vandræðum um helgina þegar spáð er 10 stiga frosti.  En hér er allt að grænka og brunn komin á tré.  Skíðavörur seldar með 75% afslætti!

Fór á hljómleika með skemmtisveitinni Korn í gærkveldi.  Dóttirinn fékk áritun á handlegg frá sjálfum Jónatan Davis.  Þarna voru um 15.000 ungmenni.  Geggjað fjör, hoppaði og skoppaði eins og allir hinir.

The Ecomonist var að líkja saman efnahag Lettland og Íslands.  Gætu orðið harkalegar lendingar á báðum stöðum.  Hins vegar gleyma menn stundum að hér í Lettlandi var allt komið að fótum fram fyrir 17 árum og víða þurfti að byrja uppbyggingu með mínustölu.  Hagvöxtur er enn hér rétt fyrir neðan tveggja stafa tölu.  Hins vegar þurfa menn að gæta sín hér.  Aðal áhyggjuefnið eru misvitrir stjórnmálamenn en hér eru menn meira fyrir að sækja í völd en að hafa uppbyggilega sýn fyrir land og þjóð.  Það er gott að eiga góða foringja en þeir liggja víst ekki á lausu.

Riga er afar skemmtileg borg.  Stór en samt lítill.  Mikill arkitektúr og úir og grúir af skemmti- og veitingastöðum.  Hvet alla sem við því geta komið að líta við og koma í heimsókn. 


Korn, vetrinum aflýst og víkingar í Rússlandi

Hlakka mikið til að sjá hljómsveitina KORN í Riga Arena næsta mánudag.  Sótti um á netinu að fá að hitta hljómsveitarmeðlimi og viti menn!  Fæ sérstakan passa og fæ að fara baksviðs og hitta þessa menn.  Krakkarnir eru grænir af öfund!  Nenntu ekki að gera þetta líka og héldu að ég væri að bulla.

Veðurfræðingar hafa nú aflýst vetrinum hér í Lettlandi.  Flesta daga er hitastigið milli 1 og 6 gráður en í meðalári ætti að vera hér um 6 stiga frost.  Hálf leiðinlegt enda ekki hægt að fara á jeppum um skóglendur og leika sér.  Veturinn í fyrra þótti slappur en þessi en enn slappari.  Fyrr á árum þurfti að græja sig fyrir þessa árstíð en nú er hægt að nota sama fatnað og á sumrin.  Hvort þetta er loftslagsbreyting af manna völdum eða náttúrulegt fyrirbrigði veit ég ekki.  Þegar horft er til fortíðar þá hafa oft orðið miklar breytingar án þess að mannanna verk hefðu nokkuð um það að segja.  En svona skoðanir eiga víst ekki upp á pallborðið nú til dags.

Íslendingar telja sig komna af víkingum og því er allt sem þá snertir áhugavert fyrir okkur.  Var að lesa í bók um sögu Letta að víkingar (nefndir "rus") hefðu numið land í austri þar sem nú er Rússland (Moskvusvæðið).  Þeir hefðu komist þar til áhrifa og "tamið" slava sem þar voru fyrir.  Síðan fóru þeir í hernað við þjóðflokka sem byggðu strandir Eystrasaltsins.  Þannig "komu þeir til baka".  Þetta sýnir að víkingar "stofnuðu" Rússland.  Þarna er kannski komin skýring á ljóshærðum og bláeygðum Rússum.  Afar merkilegt.  Lettar hafa þannig átt meira og minna í stríði við ýmsa aðila allt frá því 2000 fyrir Krist. 


Að búa í "fyrrverandi" Sovétríkjunum

Á morgun er þjóðhátíðardagur Letta. Þeir hafa orðið sjálfstæðir 2.  Í fyrra skiptið eftir aldamótin 1900 en seinna skiptið þegar Sovétríkin riðuðu til falls.  Reyndar fékk Jeltsín sáli æðstu orðu Lettlands áður en hann lést en skoðanir hans vógu þungt þegar herir Ráðstjórnarríkjana hættu við að láta til skarar skríða.  Menn eins og Jón Baldvin komu auðvitað við sögu.  Mér finnst stundum mjög kyndugt að búa í fyrrverandi Sovét, vera giftur konu sem var í ungliðahreyfinu Sovét (eins og allir) og eiga stjúpkrakka sem fæddust í Sovét.  Hér hafa líka allir misst ástvini vegna Ráðstjórnarinnar og stríðs.  Afi konunar barðist með SS Waffen en sem dæmi má nefna að þúsundir voru fluttir til Síberíu nokkrum dögum áður en þjóðverjar "fresluðu" Lettland.  Þannig gat verið mjög flókið hver var óvinur!  En líklegast toppaði Jósef þetta.

Lettland er gott land þar sem ótrúlegustu hlutir hafa gest síðan 1991.  Flest jákvætt.

Spilling er þó enn vandamál í landinu en um daginn þá rak forsætisráðherran yfirmann spillingarlögreglu.  Þetta reynist þó vera af pólítískum orsökum.  Líklega var yfirmaðurinn of duglegur við að taka til hendinni.  Til að gera langa sögu stutta þá féll stjórnin vegna þessa.  Forstjórinn fékk starfið aftur og heldur vonandi áfram að taka til hendinni.  Ekki veitir af!

Hér má þó fara út á götu og garga að forsætisráðherran sé fífl.  Áður fyrr fengu menn ókeypis ferð með ferðaskrifstofu ríkisins, KBG.  Nágranni minnn dvaldi þar í 16 ár í fríu fæði og húsnæði.  Faðir, annars vinar míns, kom þaðan brotinn maður og fór að lemja sína nánustu en það gerði henn ekki áður en hann fékk atvinnutilboð frá Adólf H.

Stundum er gott að minnast fortíðarinnar og fara í smá Pollýönnuleik. 


Rússland og Eystrarsaltsríkin - Úr "The Economist" - á Ísland hlutverk?

Þessi bloggsíða er víst að verða veita höfundar um stjórnmál á svæðinu.  Þar sem Rússland er risið úr öskustónni þá vilja Rússar hafa sitt að segja í þessum NATO löndum.  Þeim hefur jafnvel tekist að "einangra" þessi lönd innan NATO.  Hér gætu íslendingar komið að máli.  Þessi lönd þurfa stuðning og þar það að segja Rússum skírt og greinilega að haga sér vel.  The Economist, eins og svo oft áður, segir allt sem segja þarf:

Facing a cold wind

Jun 28th 2007
From Economist.com

Russia looms large in the Baltic states


WEST BERLIN, where your columnist lived during the cold war, was small, indefensible, symbolically vital and rather badly run. As Europe slides again into chilly division, West Berlin’s current equivalent may be the Baltic states. Estonia, Latvia and Lithuania are small: even their combined population of 8m would make them one of NATO’s bantamweight members. Though they shelter in theory under the alliance’s nuclear umbrella, in practice NATO offers little more than moral support.

The mood is anxious. Officials say that the Kremlin has quietly beefed up the Russian troops in Pskov, just across the border. Recent war games there apparently included practising the reconquest of the Baltic states. Lately, frequent and peremptory requests for airspace clearances for official Kremlin flights have underlined the three small countries’ vulnerability. “If we say yes every time it is a precedent; if we say no it is an incident”, says a Latvian official, worriedly. A small force of airplanes lent by NATO allies tries to patrol the skies, and there is an excellent radar system. But no air defences exist to deter intruders.

Any Russian knout-rattling, real or imagined, is more a psychological threat than a physical one. The aim is to sap the Balts’ self-confidence, perhaps weakening them on other fronts.

The hottest of these is energy. The Balts, dependent on Russia for their gas and subject to lengthy and frequent blockades of oil deliveries, want to build a new nuclear power station jointly with Poland. So far, a year’s haggling has produced little result. The argument is mainly a cultural one based perhaps on different religious traditions. Catholic Poland and Lithuania think texts are secondary to belief: they want firm emotional commitment to the project before focusing on the details. Protestant Estonia and Latvia want the details written down clearly before they can believe.

Russia would like to be involved too. “I hope there will be a public tender. Russian companies would put in a very competitive bid”, Vladimir Putin, Russia’s president, told a Latvian delegation during a recent visit. Such overtures highlight the Balts’ greatest weakness: their open, liberal economies. If even Britain, Germany, Italy and the Netherlands (to name but a few countries in “old Europe”) are unable to keep Russian capital out of their economic citadels, how can the much poorer and weaker Balts be expected to withstand the colossal temptations of doing business with the enemy?

That’s a particular worry in Latvia, where business tycoons loom large in politics. Their greatest weakness—money—is also Russia’s greatest weapon. That worries the other Balts, who suspect Latvia is going squishy.

AFP Power in numbers

Latvian leaders see it differently: their Baltic neighbours are too prickly and don’t understand Russians properly. Mutual benefit is entirely possible. “Our line is ‘don’t tease, don’t appease’”, says a wily senior official. A much delayed border treaty is due to be ratified in the Russian parliament. Latvian diplomats hope breathlessly that a high-level Russian delegation may visit Riga for the formal exchange of documents.

Baltic disunity helps the Kremlin. Since 1990 its policy—consciously or unconsciously—has been to play one Balt against another. One country is flattered, a second is frozen and the third is ignored. At the moment, Estonia is in the deep freeze, while Latvia is basking in Kremlin approval. When Estonia was facing a blast of Russian disapproval in May, some top Latvians seemed hesitant in making statements to support their northern neighbour (though practical help and public sympathy were both strong and welcomed gratefully).

West Berlin survived thanks to its own and its allies’ willpower and unity—pretty much what the Baltic states need now.


Genesis, Pólland og Jónsmessunótt

Var að koma frá Póllandi með fjölskyldunni þar sem við fórum á hljómleika með Genesis í Katowice.  Þarna rættist 20 ára draumur hjá mér.  Þetta var frábær sýning, rigning, þrumur og eldingar.  Þessir drengir hafa engu gleymt.  Eru líka uppseldir í Evrópu og hafa selt 800 þús. miða.

Pólland kom mér á óvart.  Þar er enn víða langt í land að byggja upp eftir áratugi kommúnismans.  Mjög áberandi trúarmonjúment úti um allt.  Vegir þröngir og mikil umferð flutningabíla.  Þarna eiga menn mikið í land að ná sama stað og Eystrasaltsríkin eru á núna.  Þarft verkefni fyrir stjórnvöld og EU.

Þegar líður að Jónsmessu þá brjálast Lettar.  Flykkjast svo tugþúsundum skiptir út í sveit eða niður á strönd.  Þar eru menn í góðra vina hópi, grilla, drekka og bíða svo þess að sólin komi upp.  Þetta er stærra en jólahaldið. Var í góðra vina hópi þessa jónsmessu og kom sæll og þreyttur heim um áttaleytið í morgun.  Svíar halda líka mikið upp á þessi tímamót.  Þetta var líka atburður sem Sovétmenn létu eiga sig að fetta fingur út í.

Var að vökva úti í garði.  Það hefur varla sést deigur dropi hér í sumar.  Grasið orðið gult á köflum og blómin að drepast úr þorsta.  Keypti mér græna 10 lítra könnu til að vökva í Depo (BYKO á þær sjoppur). 

 


Moskva í dag!

Var að koma frá Moskvu.  Hafði ekki komið þangað í 4 ár en bjó þar á árunum 1997 til 1999.  Var þar af og til.  "Mín" Moskva er horfin.  Í staðin er komin borg sem er nútímaleg, fullt af nýjum byggingum en mesta breytingin er á fólkinu.  Nú lítur það alveg eins út og fólkið "vestanmegin".  Auðljóst á öllu að framfarir eru miklar.

Spurði einn viðskiptafélaga hver ynni í forsetakostningum á næsta ári.  Hann var viss um að Ivan Ivanov myndi vinna.  Alls ekki slæmur kostur og gott framhald af valdatíma Putíns.  Putín hefur fært rússum það sem þeir þráðu mest, stöðugleika og efnahagsframfarir.  Buddan hjá venjulegum rússa hefur það betur en áður.  Auðvitað þarf að passa sig að alhæfa ekki en sagt er að 80% fjármagns sé í Mosvku.

Í dag, 17. júní, er sorgardagur í Lettlandi þegar þeirra er minnst sem voru sendir í útlegð til Síberíu eða voru hreinlega drepnir.  Þetta voru tugir þúsunda.  Þekki fólk sem fékk fría ferð til Síberíu og kom einsamalt til baka.  Fjölskyldan dauð!  Ég spurði einu sinni einn Letta hvernig Rússland væri.  "Vatnið er gott" svaraði gamli en ég áttaði mig ekki strax á því að hann hafði verið i "Gúlaginu".

Í vikunni verður svo haldið til Katovice í Póllandi en þar ætlar uppáhaldshljómsveitin mín Genesis að stíga á stokk.  Gaman að fara í svona ferð með fjölskyldunni.  Svo er líka ódýrt í Póllandi.

Mér finnst merkilegt að fá svona tækifæri að ferðast um lönd sem ekki fyrir svo löngu voru ekki "frjáls".  En svo er auðvitað mismunandi hvað er að vera frjáls! 


Samband Letta og Rússa batnað.

Í fréttum hér í Lettlandi kemur fram að sendinefnd frá Dumunni, rússneska þinginu komi til Lettland. Yeltsin, heitinn, fékk æðstu orðu Lettland þannig að á milli þessara þjóða batnar sambandið.  Skondið að allar refsiaðgerðir Rússa bitna oftast á "rússum" í þessum ríkjum þar sem þeir eru í viðskiptum við Rússland.   Var að koma frá Moskvu og breytingar gríðarlegar frá því ég var þar síðast fyrir 4 árum.  Venjulegt fólk á ekki í vandamálum við Eystrasaltsríkinn en styðja sinn forseta enda þakka menn honum efnahagsundur síðustu ára.  Putin hafi skapað stöðugleikan.

 


mbl.is Bandaríkin segja Rússum að vera ekki með hótanir gagnvart Eystrasaltsríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband