Moskva í dag!

Var að koma frá Moskvu.  Hafði ekki komið þangað í 4 ár en bjó þar á árunum 1997 til 1999.  Var þar af og til.  "Mín" Moskva er horfin.  Í staðin er komin borg sem er nútímaleg, fullt af nýjum byggingum en mesta breytingin er á fólkinu.  Nú lítur það alveg eins út og fólkið "vestanmegin".  Auðljóst á öllu að framfarir eru miklar.

Spurði einn viðskiptafélaga hver ynni í forsetakostningum á næsta ári.  Hann var viss um að Ivan Ivanov myndi vinna.  Alls ekki slæmur kostur og gott framhald af valdatíma Putíns.  Putín hefur fært rússum það sem þeir þráðu mest, stöðugleika og efnahagsframfarir.  Buddan hjá venjulegum rússa hefur það betur en áður.  Auðvitað þarf að passa sig að alhæfa ekki en sagt er að 80% fjármagns sé í Mosvku.

Í dag, 17. júní, er sorgardagur í Lettlandi þegar þeirra er minnst sem voru sendir í útlegð til Síberíu eða voru hreinlega drepnir.  Þetta voru tugir þúsunda.  Þekki fólk sem fékk fría ferð til Síberíu og kom einsamalt til baka.  Fjölskyldan dauð!  Ég spurði einu sinni einn Letta hvernig Rússland væri.  "Vatnið er gott" svaraði gamli en ég áttaði mig ekki strax á því að hann hafði verið i "Gúlaginu".

Í vikunni verður svo haldið til Katovice í Póllandi en þar ætlar uppáhaldshljómsveitin mín Genesis að stíga á stokk.  Gaman að fara í svona ferð með fjölskyldunni.  Svo er líka ódýrt í Póllandi.

Mér finnst merkilegt að fá svona tækifæri að ferðast um lönd sem ekki fyrir svo löngu voru ekki "frjáls".  En svo er auðvitað mismunandi hvað er að vera frjáls! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband