Moldvörpur varpa mold, efnahagur Lettlands og Íslands

Meðan válynd veður geysa á Íslandi (og hjá vinum mínum í Færeyjum) þá er hér blíða, dag eftir dag.  Í garðinum heima hjá mér eru moldvörpurnar farnar á stjá.  Moldarhaugar bætast við daglega.  Reyndar lenda blessuð skinnin í vandræðum um helgina þegar spáð er 10 stiga frosti.  En hér er allt að grænka og brunn komin á tré.  Skíðavörur seldar með 75% afslætti!

Fór á hljómleika með skemmtisveitinni Korn í gærkveldi.  Dóttirinn fékk áritun á handlegg frá sjálfum Jónatan Davis.  Þarna voru um 15.000 ungmenni.  Geggjað fjör, hoppaði og skoppaði eins og allir hinir.

The Ecomonist var að líkja saman efnahag Lettland og Íslands.  Gætu orðið harkalegar lendingar á báðum stöðum.  Hins vegar gleyma menn stundum að hér í Lettlandi var allt komið að fótum fram fyrir 17 árum og víða þurfti að byrja uppbyggingu með mínustölu.  Hagvöxtur er enn hér rétt fyrir neðan tveggja stafa tölu.  Hins vegar þurfa menn að gæta sín hér.  Aðal áhyggjuefnið eru misvitrir stjórnmálamenn en hér eru menn meira fyrir að sækja í völd en að hafa uppbyggilega sýn fyrir land og þjóð.  Það er gott að eiga góða foringja en þeir liggja víst ekki á lausu.

Riga er afar skemmtileg borg.  Stór en samt lítill.  Mikill arkitektúr og úir og grúir af skemmti- og veitingastöðum.  Hvet alla sem við því geta komið að líta við og koma í heimsókn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband