Andrés Önd í Færeyjum

Andrés nokkur í Færeyjum fékk bréf í póstinum frá yfirvöldum, nánar tiltekið nafnanefnd.  Manninum krossbrá enda hafði hann ekki átt í neinum samskiptum við téð yfirvald.

Á síðustu árum hafa margir Færeyingar breytt nöfnum sínum úr því að vera dönsk að uppruna og tekið sér færeysk nöfn.  Margt hljómar kyndugt í okkar eyrum eins og Rúna á Lofti, Hans í Brekkunni o.s.frv.

Þá bera þess að geta að "Andres And" fékk færeyska nafnið Dúnnlandur en "dúnna" er önd á færeysku.

Þegar maðurinn opnaði bréfið var honum tjáð að það hefði verið samþykkt að breyta nafni hans í Dúnnaldur, þ.e. Andrés Önd!!!!!!!!!

Þegar málið var rannsakað kom í ljós að vinir hans höfðu verið að hrekkja hann.  Þetta gekk svo til baka en auðvitað kalla allir þennan mann Andrés Önd í dag!!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband