24.2.2008 | 09:33
Furðufiskar, stjórnmál á Íslandi.
Var að fá mér nýja fiska í fiskabúrið. "Svörtu vofurnar" heita þeir. Gefa frá sér rafmagn og hægt að láta þá éta úr puttunum. Synda afturábak og eru mjög áhugaverðir að skoða á allan hátt. Þeir borða víst Neontetrur en ég er með nokkrar fullvaxnar Svarttetrur. Vonandi að þetta gangi upp. Gaman að horfa á búrið, alltaf eitthvað að gerast. Svo er þetta áhugamál mun ódýrara hér en á Íslandi (eins og svo margt annað).
Eitsland lækkar tekjurskatt um 1% á ári þangað til hann verður 18%! Þeir eru samt með ágætis og uppbyggjandi velferðarkerfi! Skattheimta á almenning á Íslandi er of há.
Sakna þess stundum að við eigum ekki stjórnmálaforingja með brennandi sýn og skýra stefnu hvernig á að ná þessu. Eitthvað sem veldur "gæsahúð".
Sé ekki þannig fólk heima nema mjög fáa. Kannski er það umhverfið. Sjórnmál er starf sem fólk velur sér til að komast til áhrifa en ekki endilega til að skila betra búi en tekið var við (..og ég er ekki bara að tala um peninga..).
En þetta er víst svipað hér. Eftir að Freiberga forseti hætti þá er allt grátt og gruggugt hér í pólítíkinni.
Svo hækkar orkan hér um tugi prósenta því Rússar vilja nú fá markaðsverð fyrir sitt! Það er alveg eðlilegt. Þjóðverjar eru hins vegar allt of rólegir yfir bröltinu í Rússunum. Þá er fyrrverandi kanslaninn í vinnu hjá Gazprom.
En Rússar eru frábærir. Þeir eru bara aldir upp við grimmd og hörku. Þurfa nokkrar kynslóðir að hrista þetta af sér (ef það lukkast). Fólk sem telur Stalín stórmenn er væntanlega óupplýst eða geðbilað.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.