20.3.2008 | 08:22
Efnahagsmál í Lettlandi og á Íslandi
Fyrr í vetur nefndi The Economist tvö lönd sem kynnu að eiga í basli með peninga. Lettland og Ísland. Í Lettlandi hefur verið mikill hagvöxtur (enda byrjað nánast á núlli 1991) en verðbólga, barátta um starfsfólk og umbreytingar verið í hásæti. Gjaldmiðilinn "Lettinn" er hins vegar "fastur", miðaður við gengi helstu gjaldmiðla hvar Evran er sterkust. Því hefur gjaldmiðilinn ekki verið á ferðinni. Bankar eru að miklu leyti í eigu aðila frá Norðurlöndum (Norvik Banka er í eigu íslenskra). Húsnæðisverð hefur lækkað um allt að 20% síðustu 6 mánuði. Þá hafa orðið gífurlegar hækkanir á orku. Heima hjá mér hefur orkan hækkað um 100% á einu ári! Ríkisstjórnin greip til aðgerða á síðasta ári til að draga úr þennsku og þær aðgerðir hafa virkað. Nú er hins vegar svo komið að talað er um að afnema nefndar aðgerðir til að smyrja tannhjól efnahagslífsins. Þá hefur mikill fjöldi ungra letta farið til starfa í önnur lönd innan EU. Þetta er ekki gott því oft er um að ræða hæfasta fólkið (atgerfisflótti). Og þar sem lettar gera allt til að koma í veg fyrir að fleiri Rússar komi til landsins (eru yfir 40% fólksfjölda) er ekki hægt að fá vinnuafl inn í landið frá svæðum utan ESB.
Ég veit ekki nógu mikið um gjaldeyris- og efnahagsmál til að vitja hvort hægt verður að láta Lettan vera fast skráðan m.v. téða gjaldeyriskörfu en skrítið að hægt sé að hafa hann óbreyttan miðað við allan ágangin. Það hljóta að koma brestir á einhverjum stað.
Hef átt í samskiptum við heilbrigðiskerfið hér, farið í sneiðmyndartökur og sónar. Allar græjurnar hér eru af nýjustu og bestu gerð (Siemens og GE) og læknar og sérfræðingar virðar mjög fært fólk. Þá er hefð hér að reyna náttúrulækninar áður en gripið er til "kemískra" lyfja. Virkar gott! Þarf að fara í flókinn uppskurð og hef ákveðið að gera það hér. Hins vegar eru læknar og annað fólk í þessum geira á mjög lágum launum. Því hefur skapast sú hefð að "gefa" læknum umslag með glaðningi, svona til að vera viss um að aðgerðin sé vel gerð. Heyrði að þetta væri sérstaklega mikilvægt þegar aðgerðir gætu skilið eftir ör á kvenfólki. Þá þarf umslagið að vera feitt til að örið verði sem minnst. Þetta gerist þegar laun eru úr samhengi við raunveruleikan.
Hef verið að stúdera sögu Lettlands og þetta svæði hefur verið vettvangur stríðs, hörmunga og ófriðar nánast frá byrjun ( 500 BC). Víkingar voru nokkuð virkir á þessu svæði og er líklega för Egils Skallagrímssonar til Kúrlands (nú hérað í Lettlandi) einna frægust. Lettar náðu þó að svara fyrir sig og var ættbálkur í vestur hluta Lettlandi iðinn við að herja á löng víkinga (Svíþjóð og Danmörk). Þessir víkingar voru mjög hræddir við þessa Letta enda voru þeir ekki síðri í hernaði og grimmd en þeir sjálfir.
Nú eru að koma páskar en fimmtudagur en almennur vinnudagur í Lettlandi. þeir leggjast hins vegar allir á bæn á morgun.
Verð með 7 Færeyinga í kaffi og rjómapönnukökum á laugar dag. Hlakka mikið til. Góða páska!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.