10.5.2008 | 07:11
Fílharmónían og vorið er komið!
Er rétt að jafna mig eftir hljómleika með Fílharmóníusveit Berlínarborgar í Óperunni í Riga. Þetta tók öllu fram sem ég ef upplifað á þessu sviði og kalla ég nú ekki allt ömmu mína í þeim efnum. Spilamennskan kallaði fram tár hjá flestum viðstöddum. Nú er komið nýtt viðmið hjá mér í flutningi á svona tónlist.
Næst er Metallica og Linkin Park. Þá verður ekki minna gaman! Svo vill konan endilega sjá Björk sem kemur líka í heimsókn hér.
Eitthvað merkiegt á seyði hverja viku.
Svo er vorið komið og laufblöðin komin á nær öll tré og hiti um 20 gráður.
Fer á markað á "Leirkastala" sem er þorp 150 km frá Riga. Finnt kannski eitthvað flott og ódýrt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.