"Ekki gera ekki neitt."

Er þetta ekki vandamálið í íslenskri efnahagsstjórn?  Í mörgum löndum koma landsfeður eða -mæður fram og útskýra efnahagsaðgerðir eða aðgerðarleysi.  Þetta er gert til að skapa traust og róa markaði.  Einnig til að stappa stáli í landsmenn.  Hér hafa svona viðburðir átt sér stað í öllum löndunum þremur.  Kannski er þetta óþarfi á Íslandi?  Ísland er jú mjög sérstakt land, ólíkt flestum öðrum og býr við öðruvísi aðstæður.  Útlendingar hafa yfirleitt líka rangt fyrir sér eða misskilja stöðuna þegar þeir rýna í íslensk mál!  Hins vegar finnst mér að bankarnir eigi að taka ábyrgð á sínum verkum þannig að ef ríkið þarf að koma til hjálpar þá hljóti bankarnir að "koma til baka".  Svipað eins og þegar banki tekur fyrirtæki í gjörgæslu.

Hér í Lettlandi æðir verðbólgan áfram og hækkar hvern mánuð.  Þetta hlýtur að senda með skell! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband