Metallica, á ferð um Pólland

Metallica hélt afar skemmtilega tónleika hjér í Ríga í gærkveldi.  Mikið stuð.  Var reyndar með "suð í eyrum" eftir þetta, en kannski ekki endalaust.  Næst er Sigur Rós í ágúst!

Kom í gær eftir langan bíltúr frá Berlín um Varsjá til Ríga.  Pólland er miklu stærra en á landakortinu en þar er ekki mikið um hraðbrautir en mjög mikið af vöruflutningabílum, svo tugum skiptir fyrir framan og aftan og á móti.

Heimsótti Todmoos í Svartaskógi en þar hef ég ekki drepið niður fæti í mörg ár en var þar í 2 vikur með MRingum árið 1981.  Indælis staður og mjög rólegur núna.  Dvöldumst í Titisee sem er afar skemmtilegur staður.  Mér finnst alltaf gaman að koma til Þýzkalands, allt í röð og reglu o.s.frv.  Annað en uppákomur hér í Lettlandi.  En líklega er hófleg blanda af báðu góð!

Sá að samstúdent hefði látist.  Sýnir að tímin líður (gasalega fljótt).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband