9.10.2008 | 17:24
Gordon Brown hótar að "frysta" íslenskar eigur í Bretlandi
Var rétt í þessu að horfa á PM Breta á Sky. Sveitarfélög og opinber fyrirtæki settu tugtals milljónir punda á reikning hjá Kaupþing. Aðalfrétt kvöldsins á Bretlandi og ég sé ekki hvort íslensk stjórnvöld hafi burði til að "borga" þetta. Viðbrögð breskra eru mjög eðlileg. Þeir munu fylgja þessu hart eftir. Þetta "eyðilagði" daginn sem bretar tilkynntu ráðstafanir til bjargar breskum bönkum. Þetta verður þungur biti. Held að ráðmenn og bankastjórar á Íslandi átti sig ekki alveg á alvöru málsins. Svo er Kaupþingsbankastjóri ráðinn áfram. Bretar segja þetta verra en Þorskastríðin!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.