Metallica og Tosca

Þetta sumar ætlar að verða viðburðaríkt í tónlistinni.  Keypti miða á Metallica í sumar.  Líka koma Kylie Minogue og Arvil Lavigne.  Þetta gerir þrjár stórsöngkonur í poppinu.  Svo er fullt af öðru eins og Deep Purple, Chris de B. og margir margir fleiri.  Staðan hefur gjörbreyst eftir að Riga Arena kom en þar geta allt að 18 þúsund manns verið.  Á Skonto leikvanginum komast 29 þúsund fyrir.

Fer líklega í skurð sem gæti orsakað heyrnarleysi á öðru eyra.  Því um að gera að sjá og heyra sem mest meðan þetta er víðóma (stereo).

Svo fer ég og spúsan á Tosca í operunni (R. Wagner var einu sinni direktör) í Riga sem er algjör gimsteinn.  Þar er nú uppselt á flestar sýningar þar sem utlendir menn koma í hópum að njóta listarinnar.

Hér er annars snjóföl yfir öllu.  Sakna þess að fá ekki páskaegg frá Íslandi en ég gleymdi að panta eða biðja fyrir.

Hér er verðbólga og þennsla en Lattinn (gjaldmiðilinn) stendur keikur.

Daglega heyrast fréttir af spillingarmálum í stjórnkerfinu en það er allavega verið að taka á þessu, þó ekki af öllu afli.  Mesta mein landsins.  Kostar billjónir á ári.

Svo eru allar búiðir opnar í dag.  Þetta er að verða eins og í Bandaríkjunum.  Alltaf opið!

Nokk sammála Agli Silfurs að landinn sé með geðhvarfasýki.  Þekki það vel!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband