The Economist, Ísland og Lettland - Hvað gerist?

Ekki fyrir löngu nefndi The Ecomomist, tímarit sem ég mæri mikið, að ástand efnahagsmála væri svipað í þessum löndum.  Hér í Riga hefur hins vegar ekkert dramatískt gerst, ennþá!  Eftir ráðstafanir ríkisstjórnar í júní í fyrra þá hefur neysla dregist saman, íbúðarlánum snarfækkað, íbúðarverð lækkað um 20% eða meir.  Verðbólgan er hins vegar vandamál hér enda ávikavíst um 10% eða þar um bil.  Gjaldmiðilinn, lettinn, hefur lítið breyst enda bundinn við gjaldeyriskörfu hvar evran viktar mest.

Spámenn hafa spáð hér hruni en það hefur ekki orðið.

En stóri munurinn er að Lettland hefur veriið að ná sér eftir 50 ára kommúnisma og því eðlilegt að hér sé mjög mikið um framkvæmdir enda var allt í klessu.  Þá hefur gríðarlegur fjöldi vinnubærra manna farið til starfa erlendis, sérstaklega til Írlands en einnig Íslands.  Oft er þetta besta fólkið.  En nú er þetta að breytast því laun hafa hækkað mikið hér síðustu árin, stundum meira en 50% á ári.

Auðvistað verða sumir þjóðfélagshópar nánast úti!  30% af þjóðinni er með minna en 25 þúsund íslenskar á mánuði.   Það er því meginhlutverk stjórnvalda að sjá til þess að allir í landinu hafi til hnífs og skeiðar.  Jafnvel mikilvægara en %-tala verðbólgu.

En eftir að Freiberga, forseti, lét af embætti þá vantar hér alvöru stjórnmálamenn með sýn og leiðir.  Hér er hver höndin á móti annari og yfirleitt er meginverkefnið að kynda og útvega mat í sína kjötkatla.  Forseti Eistlands er þó í sérflokki hvað þetta varðar.  Eistar eru líka að ná mjúkri lendingu í sínum efnahagsmálum.

Bankakerfið hér er að meginstofni í eigu norræna banka.  Þeir gætu þurft að afskrifa æfintýralegar upphæðir hér enda hafa þeir þegar lagt til hliðar mikla peninga í aðalbönkum Norðurlandanna.  Þetta eru bankar eins og Swedbank, SEB, Nordea, Sampo o.fl.  BYKO menn eiga hér lítinn banka sem heitir Norvik.  En málið er raunar afar einfalt.  Fólk hefur verið á lánsfylleríi og nú er það hætt og margir að vakna með heiftarlega timburmenn.

Allt að einu þá er mikið eftir hér til að ná sömu lífsgæðum og í t.d. Svíþjóð en Lettar, Eistar og Litháar ná þessu.  Tekur líklegast 2 kynslóðir í viðbót.  En þegar litið er til baka er þetta kraftaverk.

Hér er hins vegar ekki verðtrygging með vöxtum að auki eins og á Íslandi.

Í dag er sól og 13 stiga hiti.  Vorið er komið, fuglarnir syngja og kettirnir eru hressir meö stöðu mála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband