Áttræð, Kylie Minoge, dóttir í umsjá þjóðverja

Mutter er orðinn áttræð.  Henni var haldinn vegleg veisla í Hafnarfirði og upplifði einn besta dag æfi sinnar. Mamma hefur aldrei átt bíl og þeytist um alla borg í strætó og á tveimur jafnfljótum.  Svo stundar hún leikfimi með Rás 1.  Þess vegna þarf hún ekki í ræktina.

Þar sem ég bý erlendis þá tölum við saman á hverjum degi og er sambandið með miklum ágætum.  Mér finnst hins vegar skondið að hún sé 80 og ég að nálgast 50 árin. 

Fór á frábæra hljómleika með Kylie en "Showið" var geggjað.  Það besta sem ég hef séð í poppinu.  Keyrsla frá 8 til 11 og ekkert upphitunarband (það er mjög erfitt hlutskipti að vera upphitunarband því allir bíða eftir aðalnúmmerinu og nenna illa að hlusta).  Þetta sumar er algjör tónlistar veisla.  Svona 20 mjög heimsþekkt númmer.  Næst á skránni er Return to Forever í Vilnius!

Táningurinn í fjölskyldunni er búinn að vera í næstum 6 mánuði hjá þýzkri fjölskyldu í Herbern við Ascheberg, nærri Munster.  Þýzkan er orðin mjög góð hjá henni, hraðmælt eins og venjulega.  En það sem mér finnst best er að þessi þýska fjölskylda er blíð og góð.  Hún hefur fengið mjög  uppbyggilegt uppeldi hjá þeim, fullt af kærleika.  Svona passar ekki við staðalímyndina og sýnir hvað þær eru oftast kolvitlausar.  Byggðar á kreddum og fordómum.

Þess vegar verður sumarfríið í Þýzkalandi og aðalega í Svartaskógi en ég var þar á ferðalagi menntskælingja 81, ók framhjá 93 en nú á að stoppa við Titisee og þykjast vera krossfiskur í fjörunni við vatnið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband