23.8.2008 | 11:43
Deep Purple, Sigur Rós, handbolti og
Einn ein frábær vika! Fór á Deep Purple á mánudag en Mchine Head var fyrsta platan sem ég keypti í lífinu. Fannst umslagið smart en þekkti ekki innihaldið. Það var ótrúlega gaman og þessir kappar hafa enn gaman af þessu. Í gærkveldi var svo Sigur Rós en þeir eru afar vinsælir hjér hjá stórum hópi manna. Ekki skemmdi handboltinn fyrir en Alexander Peterson er héðan úr bænum! Á morgun verða Lettar, Færeyingar, Þjóðverjar og fleiri þjóða kvikindi hér í húsinu að fíla bolta! Ég bý í raðhúsi en allir nágrannarnir eru Finnar. Ef þeirra maður vinnur svo Formúluna þá verður allt brjálað hér á lóðinni.
Athugasemdir
Þú dert greinilega í góðum gír og til hamingju með það.
En ég fékk sting hjartað að lesa um DEEP PURPLE og Sigur Rós í sömu setningunni var meira en nóg. Fæ væntanlega hjartahnoð er líða tekur á daginn.
En mikið asskoti hefur þú verið heppinn með val á þinni fyrstu LP. Machine Head er einfaldlega meistarastykki. Meira um DP seinna.
Hafðu lukkulegan laugardag
Dunni, 23.8.2008 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.