"Return" to Return to Forever

Skrapp til Vilnius, höfuðborgar Litháen í gær til að sjá uppáhalds jassrokk hljómsveitina mína frá því á áttunda áratug síðustu aldar en þeir Chick Corea, Stanley Clarck, Al di Meola og Lenny White ákváðu að taka snúning og hittast aftur og spila fyrir fólk.  Æðislegt!

Fyrir fólk sem hefur áhuga á svona tónlist var þetta svipað og ef Bítlarnir myndu taka saman aftur (ef það væri nú hægt hérna megin!).

Þetta voru frábærir tónleikar og svakalegur kraftur í þeim.  Geta þeirra er allgjör snilld enda allir þekktir sólóistar.  Ég vissi ekki að það væri hægt að spila svona!

Hvet alla jazzaðdáendur að reyna að sjá þá.  Svona gerist ekki oft á æfinni.

Lenny sagði reyndar að allt væri fullt af "boys bands" í USA end þeir væru "Mens band".

Heimsækið www.return2forever.com 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband