13000 dansarar dansa þjóðdansa!

Í Ríga sendur yfir dans- og söngvahátíð sem er haldin 4. hvert ár.  Þá er mikið um dýrðir en það eru tveir hápunktar í þessu.  Tónleikar með 3.500 manna kór sem tugir þúsunda hlusta á sem og þjóðdansakvöld á íþróttaleikvangi hvar 13 þúsund taka sporið.

Íslendingar eiga sögur á bók, kínverskir marga merkilega keisara en Letter hafa sungið og dansað í hundruði ára til að halda í sér lífinu.  Þeiru voru píndir og þjakaðir af stórveldum hvers tíma og fengu ekki að ráða eigin ferð fyrr en eftir 1900. En þeir dönsuðu og sungu sig í gegnum alla þessa erfiðleika. 

Hvert þorp, sveit, hreppur, svæði á sinn "þjóðbúning", allt mismunandi eftir hvort um var að ræða staðsetningu nærri sjó, borg eða hrein og ómenguð sveit.  Um er að ræða vel yfir 100 mjög mismuandi búninga.

Sem sagt þarna hafði hver sveit sinn dansflokk en yfir þúsund dansarar voru að dansa i einu og samræmingin var ótrúleg, litadýrðin frábær og allt þetta undir lettneskum þjóðlögum.

Reyndar er eitt lettneskt þjóðlag mjög þekkt jólalag á Íslandi.  Man að fjölskyldan hjá mér rak upp stór augu þegar hún heyrði þetta sín 1 jól á Fróni. 

Þetta meir að segja dugði fólki sem sent var til Síberíu á tímum ráðstjórnarinnar.

Núna er þetta skemmtihátíð og flott "show".

Svona hlutir eru partur af því að vera sjálfstæð þjóð og þetta varðveitist meðal almennings en er ekki geymt á safni! Flott kvöld en á eftir förum við til Pólands!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband