Steve Hackett, Djabe, Gulli Briem og Saulkrasti Jazz Festival

Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að fara á hljómleika, alls konar hljómleika.  Er í skýjunum núna eftir að hafa farið á Saulkrasti ("sólarströnd") Jazz Festival í gærkveldi.  Aðalnúmmerið var ungversk jazzhljómsveit Djabe (hún er frábær og í línu við Mezzoforte) en gestur þeirra þessi dægrin er fyrrverandi gítarleikari Genesis, Steve Hackett.  Frábær upplifun.  Nú á ég bara Peter Gabriel eftir til að hafa séð alla Genesis spilarana!  Og ekki átti ég von á að sjá Gunnlaug Briem þarna líka lemja húðir í góðu föruneyti.  Mæli með að djazzgeggjarar komi til Lettlands á þessa hátið að ári!  Næst á dagskrá er Sigur Rós í ágúst!  Sleppti Björk enda hef ég aldrei "fílað" hana.  Þeir sem það gera finnst hún góð!  Hér er annars afar heitt og í kvöld fer nautasteik á grillið (kostar brot af því sem hún kostar á Fróni).  Svo er líka frábær ópera hér til að drepa tíman á veturna!  Wagner var einu sinni þar í vinnu!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Gaman ef Steve Hackett er farinn að spila jazz.  Líkaði hann aldrei sem gítarleikara vegna þess hve stifur hann var. Fannst alltaf að hann væri í tilfinningalusri fingraleikfimi.  Á eina plötu, vinil, með honum sem ég hef ekki hlustað á í ein 22 ár.  Kannski ég grafi hana upp núna og prófi aftur.

Annars er nýji diskurinn með Peter Gabriel að fá fanta dóma. Peter Gabriel & Friends,  Big Blue Ball. Upptökur með vinum og kunningjum á árunum 1991 - 1995. Ætla að trítla í búðina á morgum og fjárfesta í gripnum 

Dunni, 3.8.2008 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband