"Óperan í Riga en enn leyndarmál!"

Óperan í Riga byrjaði 1782 (hvað var landinn að gera þá?).  Wagner var "Kapellmeister" 1837 til 1839 og byrjaði á "Hollendingnum fljúgandi" hér.  1863 var "hvíta húsið" klárt sem nú hýsir LNO (Latvian National Opera) og ballettinn.  Húsið er gersemi og innanhús jafnast það á við Bolsoj og önnur svipuð hús.  Eftir endurheimt sjálfstæði 1991 var það sett í forgang að gera þetta hús upp.  Er nú eitt af betri húsum álfunar.

Var að bóka miða fyrir veturinn en í ár er hægt að sjá operurnar:  Tosca, Töfraflautuna, La Traviata, The Queen of Spades, Carmen, Aida, Madame Butterfly svo eitthvað sé tínt til.

Ef ballett er málið þá er hægt að sjá:  Don Quixote, Swan Lake, Romeó og Júlíu, Önnu Karenu, Juliet Le Corsaire, Nnetubrjótinn.  Þessi dansflokkur er ansi góður ef ég ber þá saman við rússneksu flokkana sem ég sá oft þegar ég bjó eystra.

Svo nú er bara að drífa sig í heimsókn og mæta í Óperuna!

PS:  Hér er svo allt morandi í veitingastöðum og öldurhúsum o.s.frv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband