Fílharmónían og vorið er komið!

Er rétt að jafna mig eftir hljómleika með Fílharmóníusveit Berlínarborgar í Óperunni í Riga. Þetta tók öllu fram sem ég ef upplifað á þessu sviði og kalla ég nú ekki allt ömmu mína í þeim efnum. Spilamennskan kallaði fram tár hjá flestum viðstöddum. Nú er komið nýtt viðmið hjá mér í flutningi á svona tónlist.

Næst er Metallica og Linkin Park. Þá verður ekki minna gaman! Svo vill konan endilega sjá Björk sem kemur líka í heimsókn hér.

Eitthvað merkiegt á seyði hverja viku.

Svo er vorið komið og laufblöðin komin á nær öll tré og hiti um 20 gráður.

Fer á markað á "Leirkastala" sem er þorp 150 km frá Riga. Finnt kannski eitthvað flott og ódýrt.


Sumarhiti og Fílharmóníusveit Berlínarborgar

Hér var allt að 19 gráðum og sól í dag. Flott. Rjómi á tilveruna að Fílharmóníusveit Berlínarborgar kemur í byrjun maí og ég er búinn að fá miða. Sem sagt þeir, Metallica, Kyle og Björk í ár! Litli kötturinn okkar, Júlíus biður að heila öllum landsmönnum og óskar árs og friðar!

Meint refsigleði færeyskra!

Smá punktur vegna dóms í fíkniefnamáli í Færeyjum. Það er yfirlýst stefna að taka mjög hart á málum sem varða heild- og smásölu fíkniefna í Færeyjum og Grænlandi. Neysla á þessum stöðum er talin hafa enn dapurlegri áhrif en annars staðar.

Ógæfurmaðurinn sem var sakfelldur hafði sannanlega tekið þátt í umsýslu með þessi efni. A.m.k. að hluta til og fyrir það var hann dæmdur.

Það er líka á hreinu, og viðurkennt, að hann braut settar reglur í gæsluvarðhaldi og "dæmdi sjálfan sig" í frekari einnmannaleik en ella.

Það er mjög alvarlegt að taka þátt í svona smygli.

Ef hann hefði ekkert vitað og öngvinn ásetningur verið þá hefði hann ekki verið sakfellur fyrir nefnd brot.

Svo fær hann að sitja þetta af sér á Íslandi.

Þetta eru líka skýr skilaboð til íslenskra eiturlyfjasmyglara: "Ekki kom við eða eiga samskipti við Færeyinga í þessum málum!"

En auðvitað er þetta hundfúllt mál fyrir alla!


The Economist, Ísland og Lettland - Hvað gerist?

Ekki fyrir löngu nefndi The Ecomomist, tímarit sem ég mæri mikið, að ástand efnahagsmála væri svipað í þessum löndum.  Hér í Riga hefur hins vegar ekkert dramatískt gerst, ennþá!  Eftir ráðstafanir ríkisstjórnar í júní í fyrra þá hefur neysla dregist saman, íbúðarlánum snarfækkað, íbúðarverð lækkað um 20% eða meir.  Verðbólgan er hins vegar vandamál hér enda ávikavíst um 10% eða þar um bil.  Gjaldmiðilinn, lettinn, hefur lítið breyst enda bundinn við gjaldeyriskörfu hvar evran viktar mest.

Spámenn hafa spáð hér hruni en það hefur ekki orðið.

En stóri munurinn er að Lettland hefur veriið að ná sér eftir 50 ára kommúnisma og því eðlilegt að hér sé mjög mikið um framkvæmdir enda var allt í klessu.  Þá hefur gríðarlegur fjöldi vinnubærra manna farið til starfa erlendis, sérstaklega til Írlands en einnig Íslands.  Oft er þetta besta fólkið.  En nú er þetta að breytast því laun hafa hækkað mikið hér síðustu árin, stundum meira en 50% á ári.

Auðvistað verða sumir þjóðfélagshópar nánast úti!  30% af þjóðinni er með minna en 25 þúsund íslenskar á mánuði.   Það er því meginhlutverk stjórnvalda að sjá til þess að allir í landinu hafi til hnífs og skeiðar.  Jafnvel mikilvægara en %-tala verðbólgu.

En eftir að Freiberga, forseti, lét af embætti þá vantar hér alvöru stjórnmálamenn með sýn og leiðir.  Hér er hver höndin á móti annari og yfirleitt er meginverkefnið að kynda og útvega mat í sína kjötkatla.  Forseti Eistlands er þó í sérflokki hvað þetta varðar.  Eistar eru líka að ná mjúkri lendingu í sínum efnahagsmálum.

Bankakerfið hér er að meginstofni í eigu norræna banka.  Þeir gætu þurft að afskrifa æfintýralegar upphæðir hér enda hafa þeir þegar lagt til hliðar mikla peninga í aðalbönkum Norðurlandanna.  Þetta eru bankar eins og Swedbank, SEB, Nordea, Sampo o.fl.  BYKO menn eiga hér lítinn banka sem heitir Norvik.  En málið er raunar afar einfalt.  Fólk hefur verið á lánsfylleríi og nú er það hætt og margir að vakna með heiftarlega timburmenn.

Allt að einu þá er mikið eftir hér til að ná sömu lífsgæðum og í t.d. Svíþjóð en Lettar, Eistar og Litháar ná þessu.  Tekur líklegast 2 kynslóðir í viðbót.  En þegar litið er til baka er þetta kraftaverk.

Hér er hins vegar ekki verðtrygging með vöxtum að auki eins og á Íslandi.

Í dag er sól og 13 stiga hiti.  Vorið er komið, fuglarnir syngja og kettirnir eru hressir meö stöðu mála.


Síðbúinn vetur, Echart Tolle og Opera W. Þið verðið að sjá þetta!

Búið að kyngja niður snjó í alla nótt.  Veturinn sem aldrei varð en kom samt (þegar vorið nálgaðist).  Allir of seinir í vinnuna og örugglega mökkur af smá nuddi í umferðinni.

Horfði á "podcast" frá iTunes með Echart Tolle og Operu.  Þetta veru vikulegir þættir.  Fjallað um "New Earth" Tolles.  Mæli með þessu efni.  Mannskapandi, -bætandi og -legt.  Þar fyrir utan er þetta skemmtilegt sjónvarpsefni.  Apple iTV-ið hjá mér hefur sannað tilverurétt sinn.  Svo er ég líka að horfa á ABC og NBC fréttir daglega á þessu apparati.  Þannig getur maður stýrt þvi hvað, hvenær og hvernig maður glápir á sjónvarp en ofnotkun er varaverð.

Líklegast búinn að finna mér kött.  Nefndur köttur hefur nákvæmlega sama andlistfall og "Grettir"!  Frábært ef sinnalagið er svipað.  Veit ekki hvort skemmtun við þrif eykst við þetta en allt að einu.

Er enn að lesta sögu Lettlands en ég vissi ekki að fyrsti yfirmaður Rauða Hersins var letti.  Lettar litu til Rússa, eftir hjálp, í fyrri heimsstyrjöldinni en þá grunaði ekki hryllingurinn sem kæmi þaðan.  Reyndar voru lettneskar hersveitir mjög færar í þessu stríði og náðu að velgja þjóðverjum undir uggum.  En á endanum náðu þjóðverjar stórum hluta landsins og þ.á.m. Rigu.  Þá var eiturgas fyrst notað hér.  Mjög vafasamur heiður.

Áhugavert að fylgjast með banka og efnahagsmálum heima.  Hér í Lettlandi er gengi Lettans miðað við Evru og skráð fast.  Það virðist alveg vera að gera sig.  Hér er verðbólga hins vegar líka vandamál og er hún núna yfir 10%.  Það er hins vegar ekkert panik hér! 


Metallica og Tosca

Þetta sumar ætlar að verða viðburðaríkt í tónlistinni.  Keypti miða á Metallica í sumar.  Líka koma Kylie Minogue og Arvil Lavigne.  Þetta gerir þrjár stórsöngkonur í poppinu.  Svo er fullt af öðru eins og Deep Purple, Chris de B. og margir margir fleiri.  Staðan hefur gjörbreyst eftir að Riga Arena kom en þar geta allt að 18 þúsund manns verið.  Á Skonto leikvanginum komast 29 þúsund fyrir.

Fer líklega í skurð sem gæti orsakað heyrnarleysi á öðru eyra.  Því um að gera að sjá og heyra sem mest meðan þetta er víðóma (stereo).

Svo fer ég og spúsan á Tosca í operunni (R. Wagner var einu sinni direktör) í Riga sem er algjör gimsteinn.  Þar er nú uppselt á flestar sýningar þar sem utlendir menn koma í hópum að njóta listarinnar.

Hér er annars snjóföl yfir öllu.  Sakna þess að fá ekki páskaegg frá Íslandi en ég gleymdi að panta eða biðja fyrir.

Hér er verðbólga og þennsla en Lattinn (gjaldmiðilinn) stendur keikur.

Daglega heyrast fréttir af spillingarmálum í stjórnkerfinu en það er allavega verið að taka á þessu, þó ekki af öllu afli.  Mesta mein landsins.  Kostar billjónir á ári.

Svo eru allar búiðir opnar í dag.  Þetta er að verða eins og í Bandaríkjunum.  Alltaf opið!

Nokk sammála Agli Silfurs að landinn sé með geðhvarfasýki.  Þekki það vel!


Björk kemur!!!!

Var að læra að Björk kemur nú í sumar og verður með hljómleika í Riga Arena.  Fjölskyldan mætir enda skyldumæting!

Efnahagsmál í Lettlandi og á Íslandi

Fyrr í vetur nefndi The Economist tvö lönd sem kynnu að eiga í basli með peninga.  Lettland og Ísland.  Í Lettlandi hefur verið mikill hagvöxtur (enda byrjað nánast á núlli 1991) en verðbólga, barátta um starfsfólk og umbreytingar verið í hásæti.  Gjaldmiðilinn "Lettinn" er hins vegar "fastur", miðaður við gengi helstu gjaldmiðla hvar Evran er sterkust.  Því hefur gjaldmiðilinn ekki verið á ferðinni.  Bankar eru að miklu leyti í eigu aðila frá Norðurlöndum (Norvik Banka er í eigu íslenskra).  Húsnæðisverð hefur lækkað um allt að 20% síðustu 6 mánuði.  Þá hafa orðið gífurlegar hækkanir á orku.  Heima hjá mér hefur orkan hækkað um 100% á einu ári!  Ríkisstjórnin greip til aðgerða á síðasta ári til að draga úr þennsku og þær aðgerðir hafa virkað.  Nú er hins vegar svo komið að talað er um að afnema nefndar aðgerðir til að smyrja tannhjól efnahagslífsins.  Þá hefur mikill fjöldi ungra letta farið til starfa í önnur lönd innan EU.  Þetta er ekki gott því oft er um að ræða hæfasta fólkið (atgerfisflótti).  Og þar sem lettar gera allt til að koma í veg fyrir að fleiri Rússar komi til landsins (eru yfir 40% fólksfjölda) er ekki hægt að fá vinnuafl inn í landið frá svæðum utan ESB.

Ég veit ekki nógu mikið um gjaldeyris- og efnahagsmál til að vitja hvort hægt verður að láta Lettan vera fast skráðan m.v. téða gjaldeyriskörfu en skrítið að hægt sé að hafa hann óbreyttan miðað við allan ágangin.  Það hljóta að koma brestir á einhverjum stað.

Hef átt í samskiptum við heilbrigðiskerfið hér, farið í sneiðmyndartökur og sónar.  Allar græjurnar hér eru af nýjustu og bestu gerð (Siemens og GE) og læknar og sérfræðingar virðar mjög fært fólk.  Þá er hefð hér að reyna náttúrulækninar áður en gripið er til "kemískra" lyfja.  Virkar gott!  Þarf að fara í flókinn uppskurð og hef ákveðið að gera það hér.  Hins vegar eru læknar og annað fólk í þessum geira á mjög lágum launum.  Því hefur skapast sú hefð að "gefa" læknum umslag með glaðningi, svona til að vera viss um að aðgerðin sé vel gerð.  Heyrði að þetta væri sérstaklega mikilvægt þegar aðgerðir gætu skilið eftir ör á kvenfólki.  Þá þarf umslagið að vera feitt til að örið verði sem minnst.  Þetta gerist þegar laun eru úr samhengi við raunveruleikan.

Hef verið að stúdera sögu Lettlands og þetta svæði hefur verið vettvangur stríðs, hörmunga og ófriðar nánast frá byrjun ( 500 BC).  Víkingar voru nokkuð virkir á þessu svæði og er líklega för Egils Skallagrímssonar til Kúrlands (nú hérað í Lettlandi) einna frægust.  Lettar náðu þó að svara fyrir sig og var ættbálkur í vestur hluta Lettlandi iðinn við að herja á löng víkinga (Svíþjóð og Danmörk).  Þessir víkingar voru mjög hræddir við þessa Letta enda voru þeir ekki síðri í hernaði og grimmd en þeir sjálfir.

Nú eru að koma páskar en fimmtudagur en almennur vinnudagur í Lettlandi.  þeir leggjast hins vegar allir á bæn á morgun.

Verð með 7 Færeyinga í kaffi og rjómapönnukökum á laugar dag.  Hlakka mikið til.  Góða páska! 


Verksmiðjurnar eru í Lettlandi ekki Litháen!

Smá misskilningur er hér á ferðinni.  Þetta eru verksmiðjur í Lettlandi.  Oft er fólk að rugla þessum baltnesku löndum saman.
mbl.is 66° Norður reisa verksmiðju í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðufiskar, stjórnmál á Íslandi.

Var að fá mér nýja fiska í fiskabúrið.  "Svörtu vofurnar" heita þeir.  Gefa frá sér rafmagn og hægt að láta þá éta úr puttunum.  Synda afturábak og eru mjög áhugaverðir að skoða á allan hátt.  Þeir borða víst Neontetrur en ég er með nokkrar fullvaxnar Svarttetrur.  Vonandi að þetta gangi upp.  Gaman að horfa á búrið, alltaf eitthvað að gerast.  Svo er þetta áhugamál mun ódýrara hér en á Íslandi (eins og svo margt annað).

Eitsland lækkar tekjurskatt um 1% á ári þangað til hann verður 18%!  Þeir eru samt með ágætis og uppbyggjandi velferðarkerfi!  Skattheimta á almenning á Íslandi er of há.

Sakna þess stundum að við eigum ekki stjórnmálaforingja með brennandi sýn og skýra stefnu hvernig á að ná þessu.  Eitthvað sem veldur "gæsahúð".

Sé ekki þannig fólk heima nema mjög fáa.  Kannski er það umhverfið.  Sjórnmál er starf sem fólk velur sér til að komast til áhrifa en ekki endilega til að skila betra búi en tekið var við (..og ég er ekki bara að tala um peninga..).

En þetta er víst svipað hér.  Eftir að Freiberga forseti hætti þá er allt grátt og gruggugt hér í pólítíkinni.

Svo hækkar orkan hér um tugi prósenta því Rússar vilja nú fá markaðsverð fyrir sitt!  Það er alveg eðlilegt.  Þjóðverjar eru hins vegar allt of rólegir yfir bröltinu í Rússunum.  Þá er fyrrverandi kanslaninn í vinnu hjá Gazprom.

En Rússar eru frábærir.  Þeir eru bara aldir upp við grimmd og hörku.  Þurfa nokkrar kynslóðir að hrista þetta af sér (ef það lukkast).  Fólk sem telur Stalín stórmenn er væntanlega óupplýst eða geðbilað.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband